Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 15:23 Þrjú lík sem grafin voru upp í Borodíanka nærri Kænugarði . Enn er verið að grafa upp lík óbreyttra borgara sem dóu í upphafi innrásarinnar. AP/VADIM GHIRDA Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en um fyrstu málin vegna innrásar Rússa í Úkraínu er að ræða. Karim Khan, yfirsaksóknari ICC, mun þurfa að kynna mál sitt fyrir nokkrum dómurum dómstólsins sem munu í kjölfarið segja hvort nægt tilefni sé til að gefa út handtökuskipanir eða hvort þörf sé á frekari sönnunargögnum. Dómarar undir þrýstingi Heimildarmenn NYT segja ekki hverja búið er að rannsaka eða hverjir standa mögulega frammi fyrir handtökuskipun. Mögulega yrði það Vladimír Pútín, forseti Rússlands, en dómstóllinn viðurkennir ekki einhverskonar friðhelgi sem fylgir oft embættum þjóðarleiðtoga. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Við hefðbundnar aðstæður taka dómarar ICC sér nokkra mánuði í að fara yfir gögn mála og gefa út handtökuskipanir, eða ekki. Dómararnir eru þó sagðir undir nokkrum þrýstingi núna, vegna áframhaldandi átaka í Úkraínu. Litlar líkur á réttarhöldum Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram, jafnvel þó handtökuskipanir verði gefnar út. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Sjá einnig: Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í úkraínskir og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar. Samkvæmt NYT snýr eitt málanna sem eru til skoðunar hjá ICC að ránum Rússa á úkraínskum börnum. Fjölmörgum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hitt málið er sagt snúa að markvissum árásum Rússa á borgaralega innviði Úkraínu. Þessum árásum er ætlað að koma niður á óbreyttum borgurum og draga úr aðgengi þeirra að nauðsynjum eins og vatni, orku og öðru. Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Árásirnar hafa haldið áfram fram þó dregið hafi úr umfangi þeirra og tíðni. Loftvarnir Úkraínumanna eru mun betri en þær voru í haust og þar að auki hafa fregnir borist af því að Rússar hafi gengið mjög á birgðir sínar af stýriflaugum og eldflaugum. Sjá einnig: Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Árásirnar hófust í haust, eftir að Úkraínumenn náðu miklum árangri í Kharkív héraði og voru að sækja fram gegn Rússum í Kherson. NYT segir frá því að forsvarsmenn Bandaríkjahers hafi staðið í vegi þess að upplýsingar um árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu hafi verið afhentar ICC. Það eru þeir sagðir hafa gert af ótta við að setja fordæmi sem gæti verið notað til að höfða mál gegn Bandaríkjamönnum. Joe Biden, forseti, er sagður hlynntur því að afhenda upplýsingarnar en hefur ekki tekið þá ákvörðun enn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en um fyrstu málin vegna innrásar Rússa í Úkraínu er að ræða. Karim Khan, yfirsaksóknari ICC, mun þurfa að kynna mál sitt fyrir nokkrum dómurum dómstólsins sem munu í kjölfarið segja hvort nægt tilefni sé til að gefa út handtökuskipanir eða hvort þörf sé á frekari sönnunargögnum. Dómarar undir þrýstingi Heimildarmenn NYT segja ekki hverja búið er að rannsaka eða hverjir standa mögulega frammi fyrir handtökuskipun. Mögulega yrði það Vladimír Pútín, forseti Rússlands, en dómstóllinn viðurkennir ekki einhverskonar friðhelgi sem fylgir oft embættum þjóðarleiðtoga. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Við hefðbundnar aðstæður taka dómarar ICC sér nokkra mánuði í að fara yfir gögn mála og gefa út handtökuskipanir, eða ekki. Dómararnir eru þó sagðir undir nokkrum þrýstingi núna, vegna áframhaldandi átaka í Úkraínu. Litlar líkur á réttarhöldum Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram, jafnvel þó handtökuskipanir verði gefnar út. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Sjá einnig: Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í úkraínskir og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar. Samkvæmt NYT snýr eitt málanna sem eru til skoðunar hjá ICC að ránum Rússa á úkraínskum börnum. Fjölmörgum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hitt málið er sagt snúa að markvissum árásum Rússa á borgaralega innviði Úkraínu. Þessum árásum er ætlað að koma niður á óbreyttum borgurum og draga úr aðgengi þeirra að nauðsynjum eins og vatni, orku og öðru. Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Árásirnar hafa haldið áfram fram þó dregið hafi úr umfangi þeirra og tíðni. Loftvarnir Úkraínumanna eru mun betri en þær voru í haust og þar að auki hafa fregnir borist af því að Rússar hafi gengið mjög á birgðir sínar af stýriflaugum og eldflaugum. Sjá einnig: Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Árásirnar hófust í haust, eftir að Úkraínumenn náðu miklum árangri í Kharkív héraði og voru að sækja fram gegn Rússum í Kherson. NYT segir frá því að forsvarsmenn Bandaríkjahers hafi staðið í vegi þess að upplýsingar um árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu hafi verið afhentar ICC. Það eru þeir sagðir hafa gert af ótta við að setja fordæmi sem gæti verið notað til að höfða mál gegn Bandaríkjamönnum. Joe Biden, forseti, er sagður hlynntur því að afhenda upplýsingarnar en hefur ekki tekið þá ákvörðun enn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13
Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44
Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04