De Gea var í miklum vandræðum með að koma boltanum frá sér í leiknum gegn Betis sem United vann, 4-1.
Ten Hag segir að boltanum sem er notaður í Evrópudeildinni sé ef til vill um að kenna. Í keppninni er notast við bolta frá Molten á meðan bolti frá Nike er notaður í ensku úrvalsdeildinni.
„Við getum ekki litið framhjá þessu en við höfum séð marga leiki þar sem hann hefur gert mjög vel,“ sagði Ten Hag.
„Ég veit ekki ástæðuna. Það var mikill vindur, annar bolti og hann átti eflaust í vandræðum með það. Við vinnum með þetta. Við höfum séð að hann er að bæta sig og ég er viss um að hann heldur því áfram.“
De Gea átti góðan leik í marki United þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. United var manni færri í rúman hálfeik eftir að Casemiro var rekinn af velli í annað sinn á tímabilinu.