Kynntust á Íslandi og opnuðu saman búð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. mars 2023 21:01 Þeir Ahmad Chouki og Mustafa Alhamoodi kynntust á Íslandi fyrir nokkrum árum. Nú reka þeir fyrstu hverfisverslunina í Valshverfinu ásamt Ahmed Fallha en hann var nýfarinn heim af vaktinni þegar fréttastofu kíkti í heimsókn í vikunni. Vísir/Egill Þrír vinir frá Írak og Sýrlandi sem búið hafa á Íslandi um nokkurt skeið hafa nú opnað fyrstu matvöruverslunina í Hlíðarendahverfinu. Þeir segja íbúa hverfisins hafa tekið þeim vel. Það hefur mikið verið byggt við Hlíðarenda í Reykjavík á síðustu árum og hverfið hefur stækkað hratt. Fyrir tveimur mánuðum var svo fyrsta matvöruverslunin í hverfinu opnuð en hún heitir OK. Það eru þrír vinir sem eiga og reka verslunina. Þegar við litum við stóðu tveir þeirra vaktina en sá þriðji var nýfarinn heim. Mustafa, einn þremenninganna, var sautján ára þegar hann kom frá Írak til Íslands og hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Meðeigendur hans þeir, Ahmad og Ahmed, eru hins vegar frá Sýrlandi. Þeir félagarnir kynntust á Íslandi og hafa verið vinir í nokkur ár. „Við vorum bara að keyra um þetta hverfi og sáum að það var engin búð hér, engin verslun. Vinur minn býr líka hinu megin í blokk og við vorum að spjalla saman og hann sagði mér að þegar hann vill versla fari hann út á Granda eða í Skeifuna og þá kom þessi hugmynd að opna hér,“ segir Mustafa Alhamoodi. Nágrannarnir eru flestir ánægðir með vera komnir með matvörubúð í hverfið.Vísir/Egill Enginn þeirra hafði áður rekið matvöruverslun en þeim fannst hugmyndin of góð til að láta það stoppa sig. Til að vöruúrvalið sé sem best eru þeir með stílabók sem þeir skrifa í vörur sem spurt er um og ekki eru til svo þeir geti svo keypt þær inn. Þeir segja staðsetninguna góða þar sem hótel er rétt hjá og Háskólinn í Reykjavík. Opnunartími búðarinnar er sjö til tólf á kvöldin svo vinnudagarnir eru oft langir hjá þeim félögunum en sem stendur eru þeir einu starfsmenn búðarinnar. Þá hafa nágrannarnir hafa tekið þeim mjög vel og segja þeir þá duglega að koma í búðina. Matvöruverslun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Það hefur mikið verið byggt við Hlíðarenda í Reykjavík á síðustu árum og hverfið hefur stækkað hratt. Fyrir tveimur mánuðum var svo fyrsta matvöruverslunin í hverfinu opnuð en hún heitir OK. Það eru þrír vinir sem eiga og reka verslunina. Þegar við litum við stóðu tveir þeirra vaktina en sá þriðji var nýfarinn heim. Mustafa, einn þremenninganna, var sautján ára þegar hann kom frá Írak til Íslands og hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Meðeigendur hans þeir, Ahmad og Ahmed, eru hins vegar frá Sýrlandi. Þeir félagarnir kynntust á Íslandi og hafa verið vinir í nokkur ár. „Við vorum bara að keyra um þetta hverfi og sáum að það var engin búð hér, engin verslun. Vinur minn býr líka hinu megin í blokk og við vorum að spjalla saman og hann sagði mér að þegar hann vill versla fari hann út á Granda eða í Skeifuna og þá kom þessi hugmynd að opna hér,“ segir Mustafa Alhamoodi. Nágrannarnir eru flestir ánægðir með vera komnir með matvörubúð í hverfið.Vísir/Egill Enginn þeirra hafði áður rekið matvöruverslun en þeim fannst hugmyndin of góð til að láta það stoppa sig. Til að vöruúrvalið sé sem best eru þeir með stílabók sem þeir skrifa í vörur sem spurt er um og ekki eru til svo þeir geti svo keypt þær inn. Þeir segja staðsetninguna góða þar sem hótel er rétt hjá og Háskólinn í Reykjavík. Opnunartími búðarinnar er sjö til tólf á kvöldin svo vinnudagarnir eru oft langir hjá þeim félögunum en sem stendur eru þeir einu starfsmenn búðarinnar. Þá hafa nágrannarnir hafa tekið þeim mjög vel og segja þeir þá duglega að koma í búðina.
Matvöruverslun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira