Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 21:30 Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn. Ölfus Myndlist Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Það er í bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn í rými, sem heitir „Undir stiganum“ þar sem tvíburarnir eru með sýninguna sína. Hér erum við að tala um tvíburana Birgittu Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem opnuðu sýninguna á fimmtudaginn og verður hún opin út marsmánuð á opnunartíma bæjarbókasafnsins í Þorlákshöfn. Bæði munum þau útskrifast af listalínu Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor og stefna bæði á frekara nám í myndlist eða hönnun. „Við eigum myndir hérna, sem voru bæði gerðar heima og í skólanum,” segir Birgitta og Daníel bætir við. „Þetta er bara allskonar eftir okkur, sumt úr skólanum og svo persónuverk aðallega frá mér en verkin hennar Birgittu eru meira náttúruverk.” Gestir við opnun sýningarinnar voru dolfallnir yfir verkum systkinanna og sumir komu með bein harða peninga á staðinn og tryggðu sér verk með greiðslu, eins og þessa eplamynd, sem fór á 15.000 krónur. Hvert stefnið þið svo í framtíðinni þegar þið eruð orðin fullorðin? „Bara að geta lifað af list held ég, það er draumurinn. Það er gott markmið,” segja þau bæði. Um sölusýningu er að ræða en tvíburarnir eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kennari tvíburanna, Ágústa Ragnarsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem á einnig heima í Þorlákshöfn segir systkinin ótrúlega hæfileikarík. „Þau eru nú eiginlega komin yfir það að vera efnileg af því að þau eru alltaf að græja og gera og eru bara ótrúlega hæfileikarík eins og þessi sýning ber með sér. Þau eru orðnir ansi færir málarar og svo eru þau líka mjög flinkir teiknarar. Ef að þau leggja áfram kraftinn í þetta og vinnusemina og eljuna þá hafa þau alla burði til að fá draum sinn uppfylltan að gera þetta að ævistarfi sínu,” segir Ágústa. Tvíburarnir, Birgitta Björt og Daníel Rúnarsbörn, sem eru þessa dagana með samsýningu á bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn.
Ölfus Myndlist Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent