Þá rýnum við í furðulega deilu bresks íþróttafréttamanns og ríkisstjórnarinnar þar í landi en hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi af breska ríkisútvarpinu vegna ummæla hans um nýtt útlendingafrumvarp.
Umræða um menningarnám hefur blossað upp vegna óperunnar Madama Butterfly sem er í sýningu í Hörpu. Stjórn Óperunnar fundaði í gær vegna málsins um mögulegar breytingar á uppsetningunni. Við förum yfir málið og ræðum við óperustjóra í beinni.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.