Fótboltasérfræðingur settur á bekkinn fyrir að líkja stjórnvöldum við nasista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2023 16:40 Lineker er kominn í tímabundið leyfi vegna ummæla sinna um útlendingafrumvarp bresku ríkisstjórnarinnar. AP/James Manning Breska ríkisútvarpið hefur sent einn vinsælasta sjónvarpsmann landsins í tímabundið leyfi vegna gagnrýni hans á útlendingafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar innanríkisráðherra að hann geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist mannréttindasáttmála Evrópu. Breska ríkisstjórnin kynnti í vikunni nýtt útlendingafrumvarp sem á að taka á komu ólöglegra innflytjenda til landsins. Tugir þúsunda reyna á það ár hvert að komast yfir Ermasundið á misvafasömum farartækjum í von um betra líf á Bretlandseyjum. 🗣️ “Enough is enough. We must stop the boats.”@SuellaBraverman, The Home Secretary. pic.twitter.com/Ni4nhuh44b— Home Office (@ukhomeoffice) March 7, 2023 Verði frumvarpið samþykkt verða þeir sendir aftur til síns heima en sé heimalandið metið of hættulegt verður fólk flutt til öruggra þriðju landa, eins og Rúanda, eins og innanríkisráðherra orðar það í auglýsingu. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar Braverman að hún geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu. Look what is written by @SuellaBraverman on the face of the Illegal Migration bill - that this legislation may not be compatible with the European Convention on Human Rights pic.twitter.com/YssxZfiqsC— Robert Peston (@Peston) March 7, 2023 Frumvarpið vakti hörð viðbrögð í Bretlandi og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker skrifaði á Twitter að frumvarpið minnti á orðræðu í Þýskalandi nasismans. Hann hefur síðan eytt tístinu. Lineker stýrir hinum geysivinsælu knattspyrnuþáttum Match of the Day en hefur af stjórnendum breska ríkisútvarpsins verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummælanna. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og sakað stjórnendur BBC um hræsni, sérstaklega vegna þess að Lineker var hvattur sérstaklega til þess af yfirmönnum sínum að varpa ljósi á og gagnrýna stjórnvöld í Katar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór þar fram í lok síðasta árs. Margir segja það skjóta skökku við að hann hafi verið hvattur til að gagnrýna erlend stjórnvöld en sæti viðurlögum fyrir að gagnrýna sín eigin. Tístið sem Lineker hefur síðan eytt. Bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt Lineker harðlega fyrir ummælin og sagt þau anga af gyðingahatri, enda sé eiginmaður innanríkisráðherrans gyðingur. Breska ríkisútvarpið hefur lýst því að Lineker komi ekki á skjáinn fyrr en hann hafi sammælst þeim um skýr mörk á samfélagsmiðlanotkun hans. Stendur við orð sín Stjórnendur þáttarins Football Focus, sem er sýndur í hádeginu á laugardögum, ákváðu að mæta ekki í dag til að sýna Lineker stuðning og standa með tjáningarfrelsi og þátturinn því tekinn af dagskrá. Þá neituðu allir varamenn að koma í stað Lineker í þátt Match of the Day í dag og fór þátturinn því í loftið án kynna og umræðu um leik dagsins. Þegar breskir fjölmiðlar sátu fyrir Lineker fyrir utan heimili hans sagðist hann ekki sjá eftir tístinu og standa við það sem hann sagði. Enn bætti á gagnrýni á BBC þegar frétt birtust í gær um að stjórnendur sjónvarpsins hafi tekið ákvörðun að sýna bara fimm þætti af sex sem voru framleiddir í nýjustu náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough. Þættirnir fjalla um náttúru Bretlandseyja en sá þáttur sem verður ekki sýndur í sjónvarpinu, heldur bara aðgengilegur á streymisveitu BBC, fjallar um náttúruspjöll og orsakir þeirra. Ástæða ákvörðunarinnar er sögð hræðsla stjórnenda sjónvarpsins um að hagsmunaaðilar í landbúnaði og veiðum bregðist ókvæða við og sömuleiðis hægrivængur stjórnmálanna. BBC hefur hafnað því að um ritskoðun á efni og skoðunum starfsmanna sé að ræða heldur hafi þátturinn ekki verið framleiddur sem hluti af seríunni heldur sem sjálfstæð eining. Bretland Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39 BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kynnti í vikunni nýtt útlendingafrumvarp sem á að taka á komu ólöglegra innflytjenda til landsins. Tugir þúsunda reyna á það ár hvert að komast yfir Ermasundið á misvafasömum farartækjum í von um betra líf á Bretlandseyjum. 🗣️ “Enough is enough. We must stop the boats.”@SuellaBraverman, The Home Secretary. pic.twitter.com/Ni4nhuh44b— Home Office (@ukhomeoffice) March 7, 2023 Verði frumvarpið samþykkt verða þeir sendir aftur til síns heima en sé heimalandið metið of hættulegt verður fólk flutt til öruggra þriðju landa, eins og Rúanda, eins og innanríkisráðherra orðar það í auglýsingu. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar Braverman að hún geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu. Look what is written by @SuellaBraverman on the face of the Illegal Migration bill - that this legislation may not be compatible with the European Convention on Human Rights pic.twitter.com/YssxZfiqsC— Robert Peston (@Peston) March 7, 2023 Frumvarpið vakti hörð viðbrögð í Bretlandi og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker skrifaði á Twitter að frumvarpið minnti á orðræðu í Þýskalandi nasismans. Hann hefur síðan eytt tístinu. Lineker stýrir hinum geysivinsælu knattspyrnuþáttum Match of the Day en hefur af stjórnendum breska ríkisútvarpsins verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummælanna. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og sakað stjórnendur BBC um hræsni, sérstaklega vegna þess að Lineker var hvattur sérstaklega til þess af yfirmönnum sínum að varpa ljósi á og gagnrýna stjórnvöld í Katar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór þar fram í lok síðasta árs. Margir segja það skjóta skökku við að hann hafi verið hvattur til að gagnrýna erlend stjórnvöld en sæti viðurlögum fyrir að gagnrýna sín eigin. Tístið sem Lineker hefur síðan eytt. Bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt Lineker harðlega fyrir ummælin og sagt þau anga af gyðingahatri, enda sé eiginmaður innanríkisráðherrans gyðingur. Breska ríkisútvarpið hefur lýst því að Lineker komi ekki á skjáinn fyrr en hann hafi sammælst þeim um skýr mörk á samfélagsmiðlanotkun hans. Stendur við orð sín Stjórnendur þáttarins Football Focus, sem er sýndur í hádeginu á laugardögum, ákváðu að mæta ekki í dag til að sýna Lineker stuðning og standa með tjáningarfrelsi og þátturinn því tekinn af dagskrá. Þá neituðu allir varamenn að koma í stað Lineker í þátt Match of the Day í dag og fór þátturinn því í loftið án kynna og umræðu um leik dagsins. Þegar breskir fjölmiðlar sátu fyrir Lineker fyrir utan heimili hans sagðist hann ekki sjá eftir tístinu og standa við það sem hann sagði. Enn bætti á gagnrýni á BBC þegar frétt birtust í gær um að stjórnendur sjónvarpsins hafi tekið ákvörðun að sýna bara fimm þætti af sex sem voru framleiddir í nýjustu náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough. Þættirnir fjalla um náttúru Bretlandseyja en sá þáttur sem verður ekki sýndur í sjónvarpinu, heldur bara aðgengilegur á streymisveitu BBC, fjallar um náttúruspjöll og orsakir þeirra. Ástæða ákvörðunarinnar er sögð hræðsla stjórnenda sjónvarpsins um að hagsmunaaðilar í landbúnaði og veiðum bregðist ókvæða við og sömuleiðis hægrivængur stjórnmálanna. BBC hefur hafnað því að um ritskoðun á efni og skoðunum starfsmanna sé að ræða heldur hafi þátturinn ekki verið framleiddur sem hluti af seríunni heldur sem sjálfstæð eining.
Bretland Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39 BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39
BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31