800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 13:04 Það eru mikil umsvif í Þorlákshöfn í kringum laxeldi á landi enda á að setja á næstu fimm til sjö árum 160 til 180 milljarða króna í verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira