Allt frá kúkableyjum til sjónvarpa hent á opin svæði í náttúrunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2023 21:01 Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar. egill aðalsteinsson Sjónvörpum, kúkableyjum og öllu þar á milli er iðulega hent á opið svæði í hraunið við Straumsvík í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs segir ástandið óþolandi. Kenningar séu um að umhverfissóðar reyni að komast hjá því að greiða gjöld til Sorpu. Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“ Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“
Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira