Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 10. mars 2023 07:01 Erik Ten Hag og David De Gea ganga af velli eftir sigur United í gær. Vísir/Getty Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku. „Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira