Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2023 20:49 Fangelsið að Sogni. Magnús Hlynur „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“ Fangelsismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“
Fangelsismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira