Heildin hafi það býsna gott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2023 11:42 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“ Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira