Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram frost verði yfirleitt á bilinu þrjú til tíu stig.
Veðurstofan spáir að það verði heldur kaldara á morgun með norðlægri átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, en heldur hvassara suðaustantil. Áfram er búist við éljum norðan- og austantil en bjart að mestu um sunnanvert landið.
Útlit fyrir helgina og næstu viku er mjög svipað, norðlægar áttir, él á norðanverðu landinu en úrkomulítið sunnantil og kalt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðan 5-13 m/s. Dálítil él á norðanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað sunnantil. Frost víða á bilinu 7 til 15 stig.
Á mánudag: Norðlæg átt 8-15 og víða él en bjart með köflum sunnan heiða. Kalt í veðri.
Á þriðjudag: Norðaustan- og norðanátt og dálítil él í flestum landshlutum en bjart með köflum á Suðvesturlandi. Frost 4 til 12 stig.
Á miðvikudag: Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu á Norður- og Austurlandi en þurrt að kalla suðvestantil. Talsvert frost um allt land.