Nasdaq Iceland (Kauphöllin), UN Women á Íslandi, Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) og Samtök atvinnulífsins tóku í sjötta sinn þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla í tilefni af deginum.
Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að þær Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, hafi flutt erindi og var heiðursgestur ásamt kvenforstjórum í Kauphöllinni, þeim Ástu Sigríði Fjeldsted, forstjóra Festi, Birnu Einarsdóttur, forstjóra Íslandsbanka og Margréti Tryggvadóttur, forstjóra og skemmtanastjóra Nova. Þá segir að Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, hafi því miður verið fjarverandi vegna óviðráðanlegra aðstæðna.
Fram kemur að þema UN Women fyrir daginn í ár hafi verið „DigitALL: Innovation and technology for gender equality“ sem vísi til mikilvægis nýsköpunar, framþróunar í tækni og menntunar til að ná fram kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna um allan heim.


