Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 10:54 Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri Vísis, og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, ásamt Reimari Péturssyni, lögmanni Sýnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. Dómari í málinu hefur til skoðunar hvort Vísir hafi brotið lög með birtingu fréttar um málið föstudaginn 3. mars. Öllum skýrslutökum í málinu lauk mánudaginn 6. mars og birtu þá aðrir fjölmiðlar fréttir af málinu. Umrædda frétt má lesa hér að neðan. Eins og fram kom í fyrrnefndri frétt telur ritstjórn Vísis að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Reimar Pétursson lögmaður mætti ásamt Erlu Björgu og Margréti Björk í dómsal í morgun og óskaði eftir því að verða skipaður verjandi í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúar Vísis hefðu verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segi að ekki megi greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Dómarinn í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómsal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Svo fór að öllum skýrslutökum var ekki lokið fyrr en mánudaginn 6. mars eða um sjö vikum eftir að aðalmeðferðin hófst. Vísir hefur fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögum sem ætlað var að takmarka samtímaendursögn úr þinghaldi. Fréttina má lesa að neðan. Málflutningur í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Saksóknari og verjendur munu færa rök fyrir sínu máli í dag. Þá má reikna með að dómur í málinu verði kveðinn upp eftir um fjórar vikur. Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Dómstólar Tengdar fréttir Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Dómari í málinu hefur til skoðunar hvort Vísir hafi brotið lög með birtingu fréttar um málið föstudaginn 3. mars. Öllum skýrslutökum í málinu lauk mánudaginn 6. mars og birtu þá aðrir fjölmiðlar fréttir af málinu. Umrædda frétt má lesa hér að neðan. Eins og fram kom í fyrrnefndri frétt telur ritstjórn Vísis að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Reimar Pétursson lögmaður mætti ásamt Erlu Björgu og Margréti Björk í dómsal í morgun og óskaði eftir því að verða skipaður verjandi í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúar Vísis hefðu verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segi að ekki megi greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Dómarinn í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómsal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Svo fór að öllum skýrslutökum var ekki lokið fyrr en mánudaginn 6. mars eða um sjö vikum eftir að aðalmeðferðin hófst. Vísir hefur fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögum sem ætlað var að takmarka samtímaendursögn úr þinghaldi. Fréttina má lesa að neðan. Málflutningur í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Saksóknari og verjendur munu færa rök fyrir sínu máli í dag. Þá má reikna með að dómur í málinu verði kveðinn upp eftir um fjórar vikur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Dómstólar Tengdar fréttir Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37