„Þetta var virkilega slæm frammistaða, sú versta á árinu,“ sagði Ten Hag að leik loknum.
„Við töpuðum leiknum í lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni, en þú verður að halda haus og við gerðum það ekki.“
„Þetta snýst allt um að sýna aga, sem við gerðum ekki. Það er þá sem maður fer að fá á sig mörk. Þetta var virkilega ófagmannleg frammistaða og algjör óþrafi. Við verðum að vinna vinnuna okkar, en við gerðum það ekki.“
Þá vildi Hollendingurinn einnig biðja þá stuðningsmenn United sem gerðu sér ferð á Anfield í kvöld afsökunar.
„Þetta var erfitt fyrir þá og við verðum að þakka þeim fyrir. Ég áfellist þá ekki fyrir að yfirgefa völlinn snemma því þetta var virkilega slæm frammistaða. Ég skammast mín fyrir hönd stuðningsmannanna,“ sagði Hollendingurinn að lokum.