Það voru gestirnir í Everton sem tóku forystuna strax á tíundu mínútu þegar Demarai Gray skoraði af vítapunktinum áður en Brennan Johnson jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínútum síðar.
Abdoulaye Doucoure bætti þó öðru marki við fyrir gestina eftir tæplega hálftíma leik og staðan var því 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Brennan Johnson bætti svo öðru marki sínu við fyrir nýliða Nottingham Forest þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og þar við sat. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli í leik þar sem bæði lið þurftu virkilega á þremur stigum að halda.
Nottingham Forest situr nú í 14. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 25 leiki, fjórum stigum fyrir ofan Everton sem situr í efsta fallsætinu. Everton hefur þó leikið einum leik meira.