Enska landsliðskonan Alessia Russo var allt í öllu hjá Manchester United. Hún skoraði fyrstu þrjú mörk heimaliðsins áður en hún lagði upp fjórða markið á Leah Galton. Það var svo Lucia Garcia Cordoba sem fullkomnaði 5-1 sigur en Leicester hafði minnkað muninn í 2-1 í upphafi síðari hálfleiks.
Right place, right time #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/GeQ5MBcs2z
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 5, 2023
Nágrannar United í City unnu 3-1 sigur á Tottenham Hotspur þökk sé þrennu Khadija Shaw. Mark Tottenham skoraði Celin Bizet Ildhusoy. Þá tapaði West Ham fyrir Reading á útivelli, lokatölur 2-1.
Sigrar Manchester-liðana þýða að United er nú á toppnum með 35 stig og City kemur þar á eftir með 32 stig. Þar á eftir kemur Chelsea með 31 stig en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða. West Ham er 7. sæti með 16 stig.