Handbolti

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri á Refunum frá Ber­lín

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir átti frábæran leik fyrir Magdeburg í dag.
Gísli Þorgeir átti frábæran leik fyrir Magdeburg í dag. Vísir/Getty

Ríkjandi meistarar Magdeburg tóku á móti toppliði Füchse Berlín í stórleik þýska handboltans í dag. Fór það svo að Magdeburg vann með fimm marka mun, lokatölur 34-29. Gísli Þorgeir Kristjánsson var frábær liði heimamanna.

Magdeburg varð að næla í stigin tvö í dag þar sem liðið á nokkuð í land með að ná Refunum og Ljónunum í Rhein-Neckar Löwen sem sitja á toppi deildarinnar. Ómar Ingi Magnússon var fjarverandi vegna meiðsla í dag en Gísli Þorgeir Kristjánsson fór hins vegar á kostum.

Magdeburg leiddi með fjórum mörkum í hálfleik og fimm þegar flautað var til leiksloka, lokatölur 34-29. Gísli Þorgeir skoraði 8 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Enginn kom að fleiri mörkum í liði Magdeburg.

Eftir leiki dagsins er Magdeburg með 33 stig í 4. sæti á meðan Refirnir og Ljónin eru á toppnum með 37 stig. Toppliðin tvö hafa leikið leik meira en Magdeburg. Kiel er svo í 3. sæti með 34 stig eftir 20 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×