Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 11:30 Erik ten Hag hefur ekki mikil not fyrir Harry Maguire. Matthew Ashton/Getty Images Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira