Messi hótað og fjórtán byssukúlum skotið á verslun tengdaforeldranna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 08:31 Skotið var í gegnum gler verslunarinnar sem tengdaforeldrar Lionels Messi eiga. Hann var sjálfur í París í gær og æfði með liði sínu PSG. AP/Getty Byssumenn skutu á verslun tengdaforeldra Lionels Messi í Rosario í Argentínu í gær. Þeir skildu eftir hótunarbréf til argentínska knattspyrnugoðsins. Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys. Argentína Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys.
Argentína Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira