Hinn 22 ára gamli Haaland hefur vægast sagt farið vel af stað síðan hann gekk í raðir Manchester City frá Borussia Dortmund og hefur hann skorað 27 deildarmörk fyrir liðið í aðeins 24 leikjum.
Þrátt fyrir að vera nýlega genginn í raðir Englandsmeistaranna eru margir strax farnir að velta fyrir sér hvaða skref hann tekur næst á ferlinum og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, hefur áður þurft að neita fyrir sögusagnir þess efnis að leikmaðurinn sé með klásúlu í samningi sínum sem geri honum kleift að ganga í raði Madrídinga næsta sumar.
„Þú ert með ensku úrvalsdeildina og svo ertu með Real Madrid,“ sagði umboðsmaður Norðmannsins í vikunni.
„Þeir eru með eitthvað einstakt sem gerir það að verkum að þeir eru draumur hvers leikmanns. Madrid heldur töfrunum á lífi. Þeir eru kannski ekki í hörkuleikjum í hverri viku, en þeir eru með Meistaradeildina,“ bætti Pimenta við, en Real Madrid er langsigursælasta lið í sögu Meistaradeildarinnar.
Real Madrid is the "dream" move for players.
— BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2023
That is according to Erling Haaland's agent Rafaela Pimenta 😬
This is why...#BBCFootball
Madrídingar hafa unnið Meistaradeild Evrópu alls fjórtán sinnum, þar af fimm sinnum síðan liðið sló Englandsmeistara Manchester City úr leik í undanúrslitum árið 2014. Haaland og félagar hans í City eiga hins vegar enn eftir að vinna keppnina.