Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2023 22:11 Jóhanna Ösp Einarsdóttir er bóndi í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal, situr í sveitarstjórn Reykhólahrepps og er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Steingrímur Dúi Másson Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Þorskafirði en það eru að verða tvö ár frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við þverun fjarðarins. Núna eru stórir áfangar í höfn. Steinsteypt brúin, 260 metra löng, var smíðuð á uppfyllingu og í nóvember var lokið við að steypa hana upp. Eftir það var byrjað að moka undan henni, þeim verkþætti lauk fyrir tveimur vikum og má núna sjá hin sterku sjávarföll Þorskafjarðar flæða óhindrað undir. Nýja brúin yfir Þorskafjörð.Steingrímur Dúi Másson Önnur tímamót urðu svo í byrjun febrúar þegar náðist að tengja brúna við vesturbakkann og er núna unnið að því að skera veginn þar upp brekkuna að núverandi þjóðvegi. Það er þó enn rúmt ár í að vegfarendur fái að aka yfir. Það á að gerast júnímánuði 2024. Fyllingin þarf að síga og síðan er mikið verk framundan að setja grjótvörn utan á veginn. Níu kílómetra stytting leiðarinnar hefur afgerandi þýðingu fyrir Jóhönnu Ösp Einarsdóttur og fjölskyldu hennar en hún er bóndi í Gufudal, tómstundafulltrúi Reykhólahrepps, situr í sveitarstjórn, er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og á auk þess þrjú börn sem fara daglega um Þorskafjörð á leið í skólann á Reykhólum. Fyllingin þarf að síga og síðan þarf að setja utan á hana grjótvörn.Steingrímur Dúi Másson Þótt búið sé að tengja brúna við land beggja vegna segist Jóhanna þó ekki vera búin að fara yfir. „Nei, ég er ekki búin að fara yfir ennþá. Ég var að hugsa um að fyrsta ferðin mín hérna yfir yrði á hrossi,“ segir Jóhanna og vitnar í landnámssöguna. „Af því að við erum hérna á Þórisstöðum þar sem Gull-Þórir bjó. Hann átti hross sem hét Kinnskær og hann synti alltaf á hestinum sínum hérna yfir fjörðinn, fram og til baka. Þannig að ég er að hugsa að það væri svona myndrænt að vera á hrossi fyrstu ferðina sína hérna yfir.“ Brúin var höfð nægilega stór til að tryggja óhindruð sjávarföll.Steingrímur Dúi Másson En Jóhanna býður einnig spennt eftir því að vegurinn um Teigsskóg klárist í haust. „Ég held að þetta verði bara gríðarleg bót fyrir alla sem hérna búa og sem búa á kjálkanum.“ Það verður þó ekki fyrr en þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur sem Jóhanna getur ekið heim til sín í Gufudal á malbiki og losnað við bæði Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Brúargerðin yfir Þorskafjörð tengist nýja veginum um Teigsskóg.Steingrímur Dúi Másson „Ég hlakka svo til að losna við þennan króníska moldarblett sem ég er búin að vera með aftan á kálfanum í 38 ár. Af því að maður er ekki nógu lipur þegar maður stekkur úr bílnum og rekst aðeins utan í hann.“ Um leið verður okkur litið á aurugan bílinn hennar. -Og þeir eru alltaf svona skítugir? „Já, þeir eru alltaf svona skítugir,“ svarar hún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Hestar Tengdar fréttir Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Frægur vegarkafli hverfur í sumar Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. 10. janúar 2011 19:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Þorskafirði en það eru að verða tvö ár frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við þverun fjarðarins. Núna eru stórir áfangar í höfn. Steinsteypt brúin, 260 metra löng, var smíðuð á uppfyllingu og í nóvember var lokið við að steypa hana upp. Eftir það var byrjað að moka undan henni, þeim verkþætti lauk fyrir tveimur vikum og má núna sjá hin sterku sjávarföll Þorskafjarðar flæða óhindrað undir. Nýja brúin yfir Þorskafjörð.Steingrímur Dúi Másson Önnur tímamót urðu svo í byrjun febrúar þegar náðist að tengja brúna við vesturbakkann og er núna unnið að því að skera veginn þar upp brekkuna að núverandi þjóðvegi. Það er þó enn rúmt ár í að vegfarendur fái að aka yfir. Það á að gerast júnímánuði 2024. Fyllingin þarf að síga og síðan er mikið verk framundan að setja grjótvörn utan á veginn. Níu kílómetra stytting leiðarinnar hefur afgerandi þýðingu fyrir Jóhönnu Ösp Einarsdóttur og fjölskyldu hennar en hún er bóndi í Gufudal, tómstundafulltrúi Reykhólahrepps, situr í sveitarstjórn, er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og á auk þess þrjú börn sem fara daglega um Þorskafjörð á leið í skólann á Reykhólum. Fyllingin þarf að síga og síðan þarf að setja utan á hana grjótvörn.Steingrímur Dúi Másson Þótt búið sé að tengja brúna við land beggja vegna segist Jóhanna þó ekki vera búin að fara yfir. „Nei, ég er ekki búin að fara yfir ennþá. Ég var að hugsa um að fyrsta ferðin mín hérna yfir yrði á hrossi,“ segir Jóhanna og vitnar í landnámssöguna. „Af því að við erum hérna á Þórisstöðum þar sem Gull-Þórir bjó. Hann átti hross sem hét Kinnskær og hann synti alltaf á hestinum sínum hérna yfir fjörðinn, fram og til baka. Þannig að ég er að hugsa að það væri svona myndrænt að vera á hrossi fyrstu ferðina sína hérna yfir.“ Brúin var höfð nægilega stór til að tryggja óhindruð sjávarföll.Steingrímur Dúi Másson En Jóhanna býður einnig spennt eftir því að vegurinn um Teigsskóg klárist í haust. „Ég held að þetta verði bara gríðarleg bót fyrir alla sem hérna búa og sem búa á kjálkanum.“ Það verður þó ekki fyrr en þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur sem Jóhanna getur ekið heim til sín í Gufudal á malbiki og losnað við bæði Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Brúargerðin yfir Þorskafjörð tengist nýja veginum um Teigsskóg.Steingrímur Dúi Másson „Ég hlakka svo til að losna við þennan króníska moldarblett sem ég er búin að vera með aftan á kálfanum í 38 ár. Af því að maður er ekki nógu lipur þegar maður stekkur úr bílnum og rekst aðeins utan í hann.“ Um leið verður okkur litið á aurugan bílinn hennar. -Og þeir eru alltaf svona skítugir? „Já, þeir eru alltaf svona skítugir,“ svarar hún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Hestar Tengdar fréttir Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Frægur vegarkafli hverfur í sumar Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. 10. janúar 2011 19:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41
Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Frægur vegarkafli hverfur í sumar Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. 10. janúar 2011 19:15