Fyrsta viðureign FRÍS í beinni á morgun: FVA ætlar sér aftur í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 22:59 Átta liða úrslit Framhaldsskólaleikanna hefjast annað kvöld. Meta Productions Eftir langa og stranga forkeppni er loksins komið að átta liða úrslitum Framhaldsskólaleika Rafíðþróttasamtaka Íslands, FRÍS, sem sýnd verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti
Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti