Fyrsta viðureign FRÍS í beinni á morgun: FVA ætlar sér aftur í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 22:59 Átta liða úrslit Framhaldsskólaleikanna hefjast annað kvöld. Meta Productions Eftir langa og stranga forkeppni er loksins komið að átta liða úrslitum Framhaldsskólaleika Rafíðþróttasamtaka Íslands, FRÍS, sem sýnd verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti
Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti