Fyrirtæki og launþegar gæti hófsemi til að ná niður verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 20:01 Katrín Jakobsdóttir biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi í arðgreiðslum og álagningu til að ná niður verðbólgu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir varar við vítahring launa-og verðhækkanna. Vísir/Arnar Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkanna sem leiti aftur út í verðlag. Forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að gæta hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu. Svo virðist sem ellefu stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafi haft minni áhrif en menn ætluðu því verðbólga heldur enn áfram að aukast og er nú tíu komma tvö prósent og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár. „Það er mikið áhyggjuefni að verðbólgan sé að hækka þetta mikið og langt umfram væntingar á mjög breiðum grunni. Þar sem mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segir mikilvægt að vinna saman að því að ná verðbólgunni niður. „Það eru til leiðir út úr því og þær kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður. Verst af öllu væri ef að við lentum í þessum gamalkunna vítahring þar sem laun eru hækkuð mjög mikið sem leitar svo aftur út í verðlag sem kallar á frekari launahækkanir og svo framvegis. Við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist,“ segir Bjarni. Markaðsaðilar hafa spáð því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í tólfta skipti í þessari hækkunarrunu þann 22. mars n.k. til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. „Það finnst mér ekkert skrítið en ætla ekkert sjálfur að spá fyrir um það,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi. „Það er mikilvægt að fyrirtækin gæti hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Það er auðvitað sérstakt umhugsunarefni núna þar sem við erum að sjá matarkörfuna hækka hjá fólkinu í landinu sem og aðrar nauðsynjavörur,“ segir Katrín. Afborganir húsnæðislána hækkað um tugi til hundruði þúsunda Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa haft gríðarlega áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna hvort sem um er að ræða verðtryggð eða óverðtryggð lán. Þannig hefur afborgun á 25 ára óverðtryggðu fjörutíu milljón króna húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum eða um hundrað þúsund krónur. Höfuðstóll lánsins hefur þó lækkað. Mánaðarleg afborgun á verðtryggðu láni með sömu forsendum hefur hækkað um ríflega fjörutíu þúsund. Höfuðstóllinn þess hefur hins vegar hækkað um tæplega þrjár komma fimm milljónir. Þá er athyglisvert að sjá að ef sömu lánsforsendur eru notaðar þá verður mánaðarleg afborgun lánanna orðin sú sama eftir þrjú ár. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins eru hins vegar þá ríflega sautján milljón krónum hærri en óverðtryggða lánsins. Heimild: Hagsmunasamtök heimilanna Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40 Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Svo virðist sem ellefu stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafi haft minni áhrif en menn ætluðu því verðbólga heldur enn áfram að aukast og er nú tíu komma tvö prósent og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár. „Það er mikið áhyggjuefni að verðbólgan sé að hækka þetta mikið og langt umfram væntingar á mjög breiðum grunni. Þar sem mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segir mikilvægt að vinna saman að því að ná verðbólgunni niður. „Það eru til leiðir út úr því og þær kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður. Verst af öllu væri ef að við lentum í þessum gamalkunna vítahring þar sem laun eru hækkuð mjög mikið sem leitar svo aftur út í verðlag sem kallar á frekari launahækkanir og svo framvegis. Við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist,“ segir Bjarni. Markaðsaðilar hafa spáð því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í tólfta skipti í þessari hækkunarrunu þann 22. mars n.k. til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. „Það finnst mér ekkert skrítið en ætla ekkert sjálfur að spá fyrir um það,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að sýna hófsemi. „Það er mikilvægt að fyrirtækin gæti hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Það er auðvitað sérstakt umhugsunarefni núna þar sem við erum að sjá matarkörfuna hækka hjá fólkinu í landinu sem og aðrar nauðsynjavörur,“ segir Katrín. Afborganir húsnæðislána hækkað um tugi til hundruði þúsunda Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa haft gríðarlega áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna hvort sem um er að ræða verðtryggð eða óverðtryggð lán. Þannig hefur afborgun á 25 ára óverðtryggðu fjörutíu milljón króna húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum eða um hundrað þúsund krónur. Höfuðstóll lánsins hefur þó lækkað. Mánaðarleg afborgun á verðtryggðu láni með sömu forsendum hefur hækkað um ríflega fjörutíu þúsund. Höfuðstóllinn þess hefur hins vegar hækkað um tæplega þrjár komma fimm milljónir. Þá er athyglisvert að sjá að ef sömu lánsforsendur eru notaðar þá verður mánaðarleg afborgun lánanna orðin sú sama eftir þrjú ár. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins eru hins vegar þá ríflega sautján milljón krónum hærri en óverðtryggða lánsins. Heimild: Hagsmunasamtök heimilanna
Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40 Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. 28. febrúar 2023 16:40
Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32