Fór tvisvar úr að ofan til að slá golfhögg á PGA-móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2023 10:00 Akshay Bhatia hikaði ekki við að afklæðast til að passa upp á fötin fengju ekki á sig leðjuslettur. Getty/Sam Greenwood Bandaríski kylfingurinn Akshay Bhatia vakti mikla athygli á PGA golfmóti á Palm Beach á Flórída skaga um helgina. Bhatia klæddi sig nefnilega úr að ofan í tvígang á þriðja hringnum á laugardaginn eftir að hafa slegið út fyrir braut. Not just once, but twice during his third round, American golfer Akshay Bhatia was forced into an impromptu wardrobe change at the PGA National Resorthttps://t.co/nc7IwftrXi— CNN (@CNN) February 27, 2023 Fyrra skiptið var á sjöttu holunni þegar hann missti högg út vinstra megin. Hann fór úr að ofan og tókst að slá inn á braut og svo í framhaldinu bjarga parinu. Eftir höggið var hann með leðjuslettur á sér og því kannski skynsamlegt að fara úr að ofan. Bhatia hafði spilað annan hringinn vel en þarna fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Hann var búinn að fá skolla, skramba og skolla á þremur af fjórum holum áður en hann kom á fimmtándu holuna. Þetta var par þrjú hola og Bhatia sló of langt, yfir holuna og út í mýrlendi fyrir aftan holuna. Hann reyndi að slá boltann úr mýrinni þar sem fæturnar hans voru á kafi í leðju. Það tókst hins vegar ekki eins vel og í fyrra skiptið og hann endaði á að fá skramba á holunni. Á endanum lék hann hringinn á fjórum höggum yfir pari. Bhatia þótti samt vænt um að fá klapp þegar hann mætti í klúbbhúsið eftir hringinn. „Ég fékk klapp og leið vel með það. Mér finnst líkaminn minn líta vel út og vonandi leit hann út fyrir að vera aðeins stærri í sjónvarpinu,“ sagði Akshay Bhatia léttur í viðtali. Whatever it takes, @AkshayBhatia_1 pic.twitter.com/Q8INnMHrUk— PGA TOUR (@PGATOUR) February 25, 2023 Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bhatia klæddi sig nefnilega úr að ofan í tvígang á þriðja hringnum á laugardaginn eftir að hafa slegið út fyrir braut. Not just once, but twice during his third round, American golfer Akshay Bhatia was forced into an impromptu wardrobe change at the PGA National Resorthttps://t.co/nc7IwftrXi— CNN (@CNN) February 27, 2023 Fyrra skiptið var á sjöttu holunni þegar hann missti högg út vinstra megin. Hann fór úr að ofan og tókst að slá inn á braut og svo í framhaldinu bjarga parinu. Eftir höggið var hann með leðjuslettur á sér og því kannski skynsamlegt að fara úr að ofan. Bhatia hafði spilað annan hringinn vel en þarna fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Hann var búinn að fá skolla, skramba og skolla á þremur af fjórum holum áður en hann kom á fimmtándu holuna. Þetta var par þrjú hola og Bhatia sló of langt, yfir holuna og út í mýrlendi fyrir aftan holuna. Hann reyndi að slá boltann úr mýrinni þar sem fæturnar hans voru á kafi í leðju. Það tókst hins vegar ekki eins vel og í fyrra skiptið og hann endaði á að fá skramba á holunni. Á endanum lék hann hringinn á fjórum höggum yfir pari. Bhatia þótti samt vænt um að fá klapp þegar hann mætti í klúbbhúsið eftir hringinn. „Ég fékk klapp og leið vel með það. Mér finnst líkaminn minn líta vel út og vonandi leit hann út fyrir að vera aðeins stærri í sjónvarpinu,“ sagði Akshay Bhatia léttur í viðtali. Whatever it takes, @AkshayBhatia_1 pic.twitter.com/Q8INnMHrUk— PGA TOUR (@PGATOUR) February 25, 2023
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira