Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það snúist í suðvestanátt eftir hádegi með skúrum eða slydduéljum en áfram þurrt og bjart fyrir austan. Hiti verður á bilinu fimm til níu stig og það léttir víða til og kólnar í kvöld.
„Suðlæg átt 5-13 á morgun en heldur hvassara fyrir norðan. Víða léttskýjað en þykknar upp sunnan- og vestantil seinnipartinn með lítilsháttar vætu annað kvöld. Hiti 2 til 6 stig að deginum.
Það verður líka suðlæg átt á fimmtudag. Skýjað og dálítil væta um vestanvert landið en bjart að mestu austantil. Hiti 3 til 7 stig.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðvestan 8-15 m/s og víða bjart veður framan af degi, en hægari vindur sunnantil á landinu. Suðaustan 5-10 síðdegis og þykknar upp með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 6 stig.
Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað og úrkomulítið, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 6 stig.
Á föstudag og laugardag: Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og sums staðar dálítil væta en bjart með köflum og þurrt austantil. Hiti 1 til 6 stig en um eða undir frostmarki víða á Austur- og Norðausturlandi.
Á sunnudag: Vestlæg átt og víða lítilsháttar rigning en slydda eða snjókoma norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig, svalast norðaustanlands.
Á mánudag: Útlit fyrir norðlæga átt, él eða snjókomu fyrir norðan og austan en þurrt að kalla sunnan heiða. Kólnar verulega, frost 2 til 8 stig um kvöldið en nálægt frostmarki sunnan- og suðvestantil.