Innlent

Von á norður­ljósa­veislu í kvöld

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Búast má við kraftmiklum norðurljósum yfir höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Búast má við kraftmiklum norðurljósum yfir höfuðborgarsvæðinu og víðar. Vísir/Vilhelm

Geimveðursetur NOAA í Boulder í Colorado hefur undanfarin sólarhring sent frá sér fjölmargar tilkynningar um nokkuð öflugan sólstorm inn í segulsvið jarðar. Von er á kraftmikilli norðarljósasýningu í kvöld.

Þetta kemur fram á Blika, vef um veður og veðurfar.

Fram kemur að fyrrnefndur sólstormur sé afleiðing af tveimur sólgosum 24. og 25. febrúar. Mikil „ sýning" var í gærkvöldi og gæti orðið enn flottari í kvöld þar sem ský byrgja ekki sýn.

Þess ber að geta að norðurljósavirkni er gefin upp á svokölluðum Kp-kvarða, frá 0 til 9, sem lýsir styrk segulsviðstruflana á jörðinni.

„K-stuðullinn stendur í 7 eins og her og hefur farið hækkandi í morgun. Ef hann nær 8 til 9 í kvöld gæti opnast konfektkassi af stóru gerðinni fyrir aðdáendur norðuljósanna,“ segir jafnframt á vef Blika.

„Meira rof kemur að líkindum í lágskýjabreiðuna í kvöld sunnan- og vestanlands samkvæmt skýjahuluspánni kl. 23 í kvöld. Farandi frá Reykjavík myndi ég veðja á Hvalfjörð eða jafnvel Borgarfjörð norðan Skarðsheiðar. Eða austur á Rangárvöllum og Fljótshlið þar sem Eyjafjöllin taka rakann í SA-golunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×