„Það þarf að bregðast hratt við“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 12:22 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður ASÍ, segir stöðuna í kjaradeilunni þunga. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins vegna boðaðs verkbanns varða verkalýðshreyfinguna í heild en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. Hann býst við niðurstöðu fyrir fimmtudag, þegar verkbannið á að hefjast. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ósammála ASÍ og segir að þau muni taka til varna. Samtök atvinnulífsins fengu stefnuna afhenda á föstudag en stefnan verður þingfest í Félagsdómi skömmu eftir klukkan fjögur síðdegis á morgun. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir þau telja að SA hafi ekki boðað til verkbanns með lögmætum hætti en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. „Við fórum auðvitað yfir boðunina þegar hún kemur fram og mátum það sem svo að það væri tilefni til að láta á þetta reyna fyrir dómstólum og það kom beiðni þar að frá Eflingu. Auðvitað er þetta mál sem snertir verkalýðshreyfinguna í heild sinni og mikilvægt að fá úr því skorið hvort þetta sé gert með lögmætum hætti,“ segir Kristján. Efling greindi upprunalega frá málinu í tilkynningu í gær en þar kemur fram að það sé meðal annars mat ASÍ að stjórn Samtaka atvinnulífsins hafi verið óheimilt að boða verkbann gegn félagsfólki Eflingar. Þá eigi ójafnt atkvæðavægi félagsmanna SA í atkvæðagreiðslunni um verkbannið sér ekki lagastoð en allir félagsmenn SA greiddu atkvæði um verkbannið butrséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar eða ekki. Einnig hafi verið tilteknir formgallar á boðuninni sem talið er að geri hana ólöglega. Gera ráð fyrir niðurstöðu áður en til verkbanns kemur Kristján vill ekki tjá sig efnislega um stefnuna að svo stöddu en segir að öll skjöl verði opinberuð á morgun. Þau séu viss í sinni sök. „Við teljum að það sé rétt mat hjá okkur að það sé ekki búið að uppfylla lög um stéttarfélög og vinnudeilur með þessari boðun sem lögð er fram,“ segir hann. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu að þau séu ósammála stefnu ASÍ og telja niðurstöðu um verkbann standa. Þá munu þau taka til varna fyrir Félagsdómi. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Að sögn Kristjáns er fyrirvarinn stuttur, eðli máls samkvæmt. „Það þarf að bregðast hratt við og það skýrir þennan tímapunkt eins og er,“ segir Kristján. „Ég geri ráð fyrir að niðurstaða muni liggja fyrir áður en til verkbanns myndi koma.“ Staðan sé þung og það birtist í átökum. Ríkissáttasemjari hefur ekki enn tekið ákvörðun um næstu skref eða hvenær næsti fundur verður boðaður og langt virðist enn milli deiluaðila. „Það er auðvitað ekki staða sem að maður vill sjá á þessum tímapunkti en vonandi ná samningsaðilar að finna leiðina til þess að landa kjarasamningi eða ná niðurstöðu í þeirra mál,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 „Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. 25. febrúar 2023 14:09 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Samtök atvinnulífsins fengu stefnuna afhenda á föstudag en stefnan verður þingfest í Félagsdómi skömmu eftir klukkan fjögur síðdegis á morgun. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir þau telja að SA hafi ekki boðað til verkbanns með lögmætum hætti en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. „Við fórum auðvitað yfir boðunina þegar hún kemur fram og mátum það sem svo að það væri tilefni til að láta á þetta reyna fyrir dómstólum og það kom beiðni þar að frá Eflingu. Auðvitað er þetta mál sem snertir verkalýðshreyfinguna í heild sinni og mikilvægt að fá úr því skorið hvort þetta sé gert með lögmætum hætti,“ segir Kristján. Efling greindi upprunalega frá málinu í tilkynningu í gær en þar kemur fram að það sé meðal annars mat ASÍ að stjórn Samtaka atvinnulífsins hafi verið óheimilt að boða verkbann gegn félagsfólki Eflingar. Þá eigi ójafnt atkvæðavægi félagsmanna SA í atkvæðagreiðslunni um verkbannið sér ekki lagastoð en allir félagsmenn SA greiddu atkvæði um verkbannið butrséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar eða ekki. Einnig hafi verið tilteknir formgallar á boðuninni sem talið er að geri hana ólöglega. Gera ráð fyrir niðurstöðu áður en til verkbanns kemur Kristján vill ekki tjá sig efnislega um stefnuna að svo stöddu en segir að öll skjöl verði opinberuð á morgun. Þau séu viss í sinni sök. „Við teljum að það sé rétt mat hjá okkur að það sé ekki búið að uppfylla lög um stéttarfélög og vinnudeilur með þessari boðun sem lögð er fram,“ segir hann. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu að þau séu ósammála stefnu ASÍ og telja niðurstöðu um verkbann standa. Þá munu þau taka til varna fyrir Félagsdómi. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Að sögn Kristjáns er fyrirvarinn stuttur, eðli máls samkvæmt. „Það þarf að bregðast hratt við og það skýrir þennan tímapunkt eins og er,“ segir Kristján. „Ég geri ráð fyrir að niðurstaða muni liggja fyrir áður en til verkbanns myndi koma.“ Staðan sé þung og það birtist í átökum. Ríkissáttasemjari hefur ekki enn tekið ákvörðun um næstu skref eða hvenær næsti fundur verður boðaður og langt virðist enn milli deiluaðila. „Það er auðvitað ekki staða sem að maður vill sjá á þessum tímapunkti en vonandi ná samningsaðilar að finna leiðina til þess að landa kjarasamningi eða ná niðurstöðu í þeirra mál,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 „Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. 25. febrúar 2023 14:09 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01
„Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. 25. febrúar 2023 14:09
Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05