Sport

Dag­skráin í dag: Lengju­bikarinn og út­sláttar­keppni Evrópu­deildarinnar í fullum gangi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Adrian Rabiot verður í eldlínunni með Juventus í kvöld.
Adrian Rabiot verður í eldlínunni með Juventus í kvöld. Vísir/Getty

Líkt og vanalega verður heill hellingur af beinum útsendingum á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld. Útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar er í fullum gangi og þá verður Reykjavíkurslagur í Lengjubikarnum.

Stöð 2 Sport

Hörður Unnsteinsson mætir ásamt sérfræðingum í beina útsendingu í Subway Körfuboltakvöldi klukkan 17:00 og fer yfir umferð gærdagsins í Subway-deild kvenna. Það er farið að síga á seinni hlutann í deildarkeppninni og nóg um að ræða.

Klukkan 18:50 verður síðan sýnt beint frá leik Fram og Víkings í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 2

Evrópudeildin er í fullum gangi og klukkan 17:35 verður leikur Nantes og Juventus sýndur beint. Leikur Roma og Salzburg verður einnig í beinni útsendingu klukkan 19:50.

Stöð 2 Sport 3

Evrópudeildin verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Sport 3. PSV og Sevilla mætast klukkan 17:35 en lukkan 19:50 er komið að leik Fiorentina og Braga í Sambandsdeildinni.

Stöð 2 Sport 4

Nú klukkan 3:30 hófst útsending frá Honda mótinu á LPGA mótaröðinni en mótið fer fram á Taílandi.

Stöð 2 Esport

Gameveran verður í beinni útsendingu klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×