Handtökur á Vesturbakkanum enduðu með blóðbaði Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 15:46 Palestínumaður bendir til ísraelskra herflutningabifreiða á vettvangi rassíunnar í Nablus í dag. AP/Majdi Mohammed Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga. Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent