Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2023 09:30 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs og einn eigenda Sólartúns. Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira