Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu.
Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina.
"It was an easy one!"
— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023
Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw
Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands.
— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023
Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“.
Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax
— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023
„Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji.
„Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar.
Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini.