„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 13:20 Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Vísir/Margrét Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna. Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna.
Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01
Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33