Dregur úr vindi og hiti um frostmark Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2023 07:14 Síðdegis í dag má búast við suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og stöku éljum á vesturhelmingi landsins. Vísir Miðja lægðarinnar sem olli óveðri á landinu í gær er nú stödd um fjögur hundruð kílómetra austur af Dalatanga. Lægðin er á austurleið og fjarlægist landið svo það dregur úr vindi og úrkoman af hennar völdum norðan- og austanlands er einnig á undanhaldi. Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis í dag sé áðurnefnd lægð úr sögunni og þá megi búast við suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og stöku éljum á vesturhelmingi landsins. „Á austanverðu landinu léttir hins vegar til með björtu og fallegu veðri. Hiti kringum frostmark í dag. Framan af morgundegi er útlit fyrir hæga breytilega átt og úrkomulaust að mestu. Gengur í norðvestan 5-10 m/s síðdegis með stöku éljum, en 10-15 og snjókoma austanlands. Frost 0 til 5 stig. Það bætir síðan heldur í vind annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hæglætisveður og úrkomulítið framan af degi. Norðvestan 5-10 m/s síðdegis og stöku él, en 10-15 og snjókoma á austanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt, víða bjart og kalt í veðri. Snýst í vaxandi sunnanátt um landið vestanvert seinnipartinn með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu og hlýnar. Á fimmtudag: Breytileg átt og slydda rigning víða um land. Hiti 0 til 4 stig. Snýst í kaldari norðanátt undir kvöld með éljum norðantil á landinu, en syttir upp annars staðar. Á föstudag: Breytileg átt, bjart og fremur kalt framan af degi. Síðan vaxandi sunnanátt og þykknar upp sunnan- og vestanlands og hlýnar smám saman. Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir stífa sunnanátt með rigningu og hlýindum, en lengst af þurrt norðaustantil. Suðvesturland: Víðast hvar hálka eða hálkublettir. Þungfært er um Kjosarskarð. Varað er við hættu á brotholum í malbiki eftir leysingar síðustu daga. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 20, 2023 Veður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis í dag sé áðurnefnd lægð úr sögunni og þá megi búast við suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og stöku éljum á vesturhelmingi landsins. „Á austanverðu landinu léttir hins vegar til með björtu og fallegu veðri. Hiti kringum frostmark í dag. Framan af morgundegi er útlit fyrir hæga breytilega átt og úrkomulaust að mestu. Gengur í norðvestan 5-10 m/s síðdegis með stöku éljum, en 10-15 og snjókoma austanlands. Frost 0 til 5 stig. Það bætir síðan heldur í vind annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hæglætisveður og úrkomulítið framan af degi. Norðvestan 5-10 m/s síðdegis og stöku él, en 10-15 og snjókoma á austanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt, víða bjart og kalt í veðri. Snýst í vaxandi sunnanátt um landið vestanvert seinnipartinn með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu og hlýnar. Á fimmtudag: Breytileg átt og slydda rigning víða um land. Hiti 0 til 4 stig. Snýst í kaldari norðanátt undir kvöld með éljum norðantil á landinu, en syttir upp annars staðar. Á föstudag: Breytileg átt, bjart og fremur kalt framan af degi. Síðan vaxandi sunnanátt og þykknar upp sunnan- og vestanlands og hlýnar smám saman. Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir stífa sunnanátt með rigningu og hlýindum, en lengst af þurrt norðaustantil. Suðvesturland: Víðast hvar hálka eða hálkublettir. Þungfært er um Kjosarskarð. Varað er við hættu á brotholum í malbiki eftir leysingar síðustu daga. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 20, 2023
Veður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Sjá meira