„Þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta“ Kári Mímisson skrifar 19. febrúar 2023 18:59 Bjarni Fritzson brettir upp ermar á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara hrikalega glaður. Það er svona aðal tilfinningin sem ég finn núna,“ Sagði Bjarni Fritzson strax eftir glæsilegan heimasigur ÍR á KA í dag í Olís-deild karla í dag. Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“ Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“
Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti