„Þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta“ Kári Mímisson skrifar 19. febrúar 2023 18:59 Bjarni Fritzson brettir upp ermar á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara hrikalega glaður. Það er svona aðal tilfinningin sem ég finn núna,“ Sagði Bjarni Fritzson strax eftir glæsilegan heimasigur ÍR á KA í dag í Olís-deild karla í dag. Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“ Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“
Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00