Karius snýr aftur í úrslitum deildarbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 10:02 Karius á æfingu með Newcastle. Serena Taylor/Getty Images Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins. Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira