Nunnan sem liggur á bæn um að Messi komi aftur heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 12:30 Lionel Messi þykir ekki líklegur til að spila áfram með Paris Saint Germain liðinu og marga í Barcelona dreymir um að fá hann aftur heim. Getty/Marc Atkins Lionel Messi á sér marga aðdáendur í Barcelona eftir magnaðan tíma þar en ein af þeim frægustu er nunnan Systir Lucia. Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins. Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins.
Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira