Ljósleiðaradeildin í beinni: Þrjú lið berjast um deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 19:06 Leikir kvöldsins. Lokaumferð deildarkeppninnar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO klárast í kvöld þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti
Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti