Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 18:02 Antonio Conte mun ekki stýra Tottenham í næstu leikjum. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum. Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira