Vika gaslýsingar hjá FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 16. febrúar 2023 15:01 Infantino var mærði Katar í bak og fyrir í desember og hefur nú sent annað stórmót til Sádi-Arabíu. Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Um tveir mánuðir eru frá því að keppni lauk á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar, mót sem sætti töluverðri gagnrýni vegna vals á gestgjöfum vegna mannréttindamála í ríkinu. Ekki síður sætti Gianni Infantino, forseti FIFA, gagnrýni fyrir umtal hans og tengsl við Katar, að ógleymdum búferlaflutningum hans til Katar. Þá eru flugfélagið Qatar Airways og orkufyrirtækið Qatar Energy á meðal aðalstyrktaraðila FIFA, ásamt Adidas, Coca-Cola og fleiri. FIFA hefur sætt gagnrýni að nýju í vikunni fyrir aðgerðir meintrar gaslýsingar, í skugga vals á gestgjöfum komandi heimsmeistaramóts félagsliða. Sambandið hóf vikuna á því að senda stuðningssskilaboð til tékkneska landsliðsmannsins Jakub Jankto, sem kom út úr skápnum á mánudaginn var. Hann er fyrsti virki karlkyns landsliðsmaðurinn í sögunni sem gerir það. We're all with you, Jakub. Football is for everyone — FIFA (@FIFAcom) February 13, 2023 Aðeins degi síðar tilkynnti sambandið svo um nýjan gestgjafa heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í desember næstkomandi. Sádi-Arabía mun halda mótið og halda þar áfram gífurlegri sókn sinni í íþróttaheiminn. Sádar verða einnig á meðal helstu styrktaraðila HM kvenna í Ástralíu í sumar þar sem Visit Saudi auglýsingar munu vera áberandi. Knattspyrnuhetjan Alex Morgan gagnrýndi þá ákvörðun í síðustu viku. Sádar hafa farið mikinn síðustu misseri hvað gestgjafarétti varðar, þar sem Formúla 1, Ofurbikar Spánar og Ítalíu í fótbolta, HM félagsliða í handbolta og LIV golfmótaröðin eru á meðal verkefna. Þá mætti ofurstjarnan Cristiano Ronaldo til Al-Nassr í sádísku deildinni eftir heimsmeistaramótið og er honum ætlað að aðstoða ríkið við að tryggja sér gestgjafarétt HM landsliða karla árið 2030. BREAKING: Saudi Arabia will host the Club World Cup in December. pic.twitter.com/xKrPJKgDXU— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2023 Sádar hafa verið sakaðir um stórfelld mannréttindabrot undanfarin ár og eru árlega á meðal efstu þjóða heims hvað aftökur varðar. Mannréttindastaða kvenna er bág og sem og staða hinseginsamfélagsins, sem FIFA lagði sig fram við að styðja með tísti við tilkynningu Jankto á mánudag. Þá var greint frá því í fyrradag að FIFA hafi tekið starfsviðtöl vegna nýrrar stöðu hjá sambandinu: Yfirmann mannréttinda- og sjálfbærnimála. Today in gaslighting https://t.co/Scn3KXA01U— Adam Crafton (@AdamCrafton_) February 14, 2023 Blaðamaðurinn Adam Crafton hjá The Athletic er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt sambandið fyrir gaslýsingartilburði með þessum aðgerðum. Gaslýsingu eða gaslighting, má lýsa sem tilraunum til að neita sífellt sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir og með því hanna atburðarrás sem ætlað er að verja hagsmuni sína. FIFA setji því fram mótsagnir í stuðningsyfirlýsingu við Jankto og sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa til að koma ákveðnum pólitískum skilaboðum á framfæri varðandi stöðu sem þeir taki sér með mannréttindamálum. Þessu sé þá ætlað að afvegaleiða umræðu frá afstöðunni sem þeir taka með því að semja við Sádi-Arabíu. FIFA Sádi-Arabía Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Um tveir mánuðir eru frá því að keppni lauk á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar, mót sem sætti töluverðri gagnrýni vegna vals á gestgjöfum vegna mannréttindamála í ríkinu. Ekki síður sætti Gianni Infantino, forseti FIFA, gagnrýni fyrir umtal hans og tengsl við Katar, að ógleymdum búferlaflutningum hans til Katar. Þá eru flugfélagið Qatar Airways og orkufyrirtækið Qatar Energy á meðal aðalstyrktaraðila FIFA, ásamt Adidas, Coca-Cola og fleiri. FIFA hefur sætt gagnrýni að nýju í vikunni fyrir aðgerðir meintrar gaslýsingar, í skugga vals á gestgjöfum komandi heimsmeistaramóts félagsliða. Sambandið hóf vikuna á því að senda stuðningssskilaboð til tékkneska landsliðsmannsins Jakub Jankto, sem kom út úr skápnum á mánudaginn var. Hann er fyrsti virki karlkyns landsliðsmaðurinn í sögunni sem gerir það. We're all with you, Jakub. Football is for everyone — FIFA (@FIFAcom) February 13, 2023 Aðeins degi síðar tilkynnti sambandið svo um nýjan gestgjafa heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í desember næstkomandi. Sádi-Arabía mun halda mótið og halda þar áfram gífurlegri sókn sinni í íþróttaheiminn. Sádar verða einnig á meðal helstu styrktaraðila HM kvenna í Ástralíu í sumar þar sem Visit Saudi auglýsingar munu vera áberandi. Knattspyrnuhetjan Alex Morgan gagnrýndi þá ákvörðun í síðustu viku. Sádar hafa farið mikinn síðustu misseri hvað gestgjafarétti varðar, þar sem Formúla 1, Ofurbikar Spánar og Ítalíu í fótbolta, HM félagsliða í handbolta og LIV golfmótaröðin eru á meðal verkefna. Þá mætti ofurstjarnan Cristiano Ronaldo til Al-Nassr í sádísku deildinni eftir heimsmeistaramótið og er honum ætlað að aðstoða ríkið við að tryggja sér gestgjafarétt HM landsliða karla árið 2030. BREAKING: Saudi Arabia will host the Club World Cup in December. pic.twitter.com/xKrPJKgDXU— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2023 Sádar hafa verið sakaðir um stórfelld mannréttindabrot undanfarin ár og eru árlega á meðal efstu þjóða heims hvað aftökur varðar. Mannréttindastaða kvenna er bág og sem og staða hinseginsamfélagsins, sem FIFA lagði sig fram við að styðja með tísti við tilkynningu Jankto á mánudag. Þá var greint frá því í fyrradag að FIFA hafi tekið starfsviðtöl vegna nýrrar stöðu hjá sambandinu: Yfirmann mannréttinda- og sjálfbærnimála. Today in gaslighting https://t.co/Scn3KXA01U— Adam Crafton (@AdamCrafton_) February 14, 2023 Blaðamaðurinn Adam Crafton hjá The Athletic er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt sambandið fyrir gaslýsingartilburði með þessum aðgerðum. Gaslýsingu eða gaslighting, má lýsa sem tilraunum til að neita sífellt sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir og með því hanna atburðarrás sem ætlað er að verja hagsmuni sína. FIFA setji því fram mótsagnir í stuðningsyfirlýsingu við Jankto og sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa til að koma ákveðnum pólitískum skilaboðum á framfæri varðandi stöðu sem þeir taki sér með mannréttindamálum. Þessu sé þá ætlað að afvegaleiða umræðu frá afstöðunni sem þeir taka með því að semja við Sádi-Arabíu.
FIFA Sádi-Arabía Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira