Cloé kölluð inn í kanadíska landsliðið en landsliðskonurnar hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 09:31 Cloe Lacasse fagnar marki með Benfica í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Hin íslensk-kanadíska Cloé Eyja Lacasse er í landsliðshópi Kanada á SheBelieves æfingamótinu. Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira