Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2023 09:01 Leiknir teflir fram karlaliði en ekki kvennaliði, og má því samkvæmt núgildandi leyfisreglugerð KSÍ ekki spila í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið. Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ. KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ.
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira