Hafþór Júlíus tekur kraftlyftingaskóna af hillunni og ætlar að slá heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að snúa aftur í kraftakeppnir en fyrst ætlar hann að bæta heimsmet. Instagram/@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson gaf út stóra yfirlýsingu á Youtube rás sinni í gær en þessi fyrrum sterkasti maður heims tilkynnti þar um endurkomu sína í heim kraftlyftinga. Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a> Kraftlyftingar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a>
Kraftlyftingar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira