Fótbolti

Keflvíkingar fá ástralskan markaskorara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jordan Smylie er genginn til liðs við Keflavík.
Jordan Smylie er genginn til liðs við Keflavík. Bradley Kanaris/Getty Images

Keflavík hefur samið við ástralska sóknarmanninn Jordan Smylie um að leika með liðinu í Bestu-deild karla á komandi tímabili.

Smylie skrifar undir tveggja ára samning við Keflavíkurliðið, en frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins.

Þessi 22 ára gamli framherji kemur til Keflavíkur frá Blacktown City þar sem hann skoraði tíu mörk í 17 leikjum í áströlsku B-deildinni. Hann hefur leikið allann sinn feril í haimalandinu, þar á meðal með Central Coast Mariners í efstu deild.

„Þar sem okkur líkar mjög vel við Ástrala og þeir reynst okkur vel þá fannst okkur nauðsynlegt að fá einn öflugan markaskorara til liðs við okkur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga, en Ástralinn Joey Gibbs hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×