Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2023 08:34 Úkraínumenn eru orðnir vanir því að þurfa að leita skjóls þegar flauturnar óma. epa/Oleg Petrasyuk Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. Ráðamenn hafa biðlað til íbúa um að hunsa ekki viðvörunarflauturnar en þingkonan Lesia Vasylenko segir á Twitter að fyrir utan hávært flautið ríki þögn í höfuðborginni Kænugarði, „eins og fyrir storm“. Samkvæmt færslu sem ríkismiðillinn Suspilne birti á Telegram nú fyrir stundu heyrast sprengingar í Kremenchuk í Poltava. Þá eru loftvarnasveitir á svæðinu sagðar í viðbragðsstöðu. Poltava er í miðri Úkraínu og liggur að Sumy og Kharkív. Air raid alert all over Ukraine.Threats of a massive Russian rocket attack.All in Ukraine advised to stay in shelters.#RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/OueHVEY7xu— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 10, 2023 Samkvæmt Oleh Synyehubov, ríkisstjóra Kharkív, gerðu Rússar árás á borgina Kharkív og nærliggjandi svæði um klukkan fjögur í morgun að staðartíma. Meðal skotmarka voru mikilvægir innviðir. Eldar kviknuðu í kjölfar árásanna en greiðlega gekk að slökkva þá. Íbúar eru víða án rafmagns en enginn féll í árásunum, að sögn Synyehubov. Reuters hefur eftir orkumálayfirvöldum að Rússar hafi gert árásir á orkuinnviði í morgun. Úkraínumenn undirbúa sig nú undir umfangsmikla árás og stórsókn Rússa á næstu dögum og vikum, mögulega í kringum 24. febrúar. Þá verður ár liðið frá því að innrásin hófst. Rússar hafa þegar gefið í sókn sína í austurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Ráðamenn hafa biðlað til íbúa um að hunsa ekki viðvörunarflauturnar en þingkonan Lesia Vasylenko segir á Twitter að fyrir utan hávært flautið ríki þögn í höfuðborginni Kænugarði, „eins og fyrir storm“. Samkvæmt færslu sem ríkismiðillinn Suspilne birti á Telegram nú fyrir stundu heyrast sprengingar í Kremenchuk í Poltava. Þá eru loftvarnasveitir á svæðinu sagðar í viðbragðsstöðu. Poltava er í miðri Úkraínu og liggur að Sumy og Kharkív. Air raid alert all over Ukraine.Threats of a massive Russian rocket attack.All in Ukraine advised to stay in shelters.#RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/OueHVEY7xu— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 10, 2023 Samkvæmt Oleh Synyehubov, ríkisstjóra Kharkív, gerðu Rússar árás á borgina Kharkív og nærliggjandi svæði um klukkan fjögur í morgun að staðartíma. Meðal skotmarka voru mikilvægir innviðir. Eldar kviknuðu í kjölfar árásanna en greiðlega gekk að slökkva þá. Íbúar eru víða án rafmagns en enginn féll í árásunum, að sögn Synyehubov. Reuters hefur eftir orkumálayfirvöldum að Rússar hafi gert árásir á orkuinnviði í morgun. Úkraínumenn undirbúa sig nú undir umfangsmikla árás og stórsókn Rússa á næstu dögum og vikum, mögulega í kringum 24. febrúar. Þá verður ár liðið frá því að innrásin hófst. Rússar hafa þegar gefið í sókn sína í austurhluta landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira