Þetta kemur fram í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, fyrir morgundaginn. Í þéttbýli á Suðvesturlandi má gera ráð fyrir talsverðum vatnselg í morgunumferðinni.

Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er ekki von á mikilli úrkomu á landinu í dag. Þá byrjar að snjóa sunnanlands upp úr miðnætti og svo vestantil og inn á miðhálendinu.
Klukkan sjö í fyrramálið er spáð rigningu á suðvesturhorninu og í Vestmannaeyjum. Um hádegisbilið á að byrja að rigna á Vesturlandi og á norðvestantil. Hiti verður á bilinu 5-7 gráður um helgina.
