Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Snorri Másson skrifar 9. febrúar 2023 08:50 Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. Ganga má út frá því að í þeim áformum felist gjaldtaka á stóru malarbílastæði á móti aðalbyggingu skólans, sem hundruð nemenda nýta sér hvern dag á meðan farið er í tíma. Nú þegar er gjald tekið í „skeifunni“ beint framan við aðalbygginguna. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri gjaldtöku vegna bílastæða hjá Háskóla Íslands. Sjá má viðtölin í Íslandi í dag hér að ofan. Umfjöllun hefst á sjöundu mínútu.Vísir/Einar „Úff. Ég get ekki borgað meira. Þegar það er vont veður leggur maður þarna fyrir ofan og borgar einhvern sjö hundruð kall. Ég gæti alveg borgað af og til en ef þetta stæði verður líka [stórt stæði á lóð við háskólann], er einhvern veginn ekkert eftir fyrir okkur þar sem maður þarf ekki að borga,“ segir Tinna Þórsdóttir laganemi. Á svipuðum nótum talar Sigurður Pétursson sagnfræðinemi, hann bendir á stæðið þar sem þegar er rukkað og segir: „Ég er mjög á móti þessu. Ég lít á þetta ókeypis stæði sem stæði fyrir plebba eins og mig. En fyrir þá ríku, þá mega þeir alveg leggja þarna uppi.“ Sigurður Pétursson sagnfræðinemi: „Ég tók strætó í morgun. Það var appelsínugul viðvörun og ekki sérstaklega gaman. Ég er frekar til í að vera á einkabílnum.“Vísir/Einar Verkfræðinemarnir Valdimar Sverrisson og Atli Kristjánsson eru hins vegar á því að þessi ráðstöfun myndi hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, í það minnsta þá. Aftur á móti benda þeir á að ef háskólinn hyggist taka gjald fyrir malarbílastæði í Vatnsmýrinni, ætti skólinn að sinna bílastæðinu og gera það nothæfara fyrir nemendur. Bílar Bílastæði Samgöngur Háskólar Tengdar fréttir Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ganga má út frá því að í þeim áformum felist gjaldtaka á stóru malarbílastæði á móti aðalbyggingu skólans, sem hundruð nemenda nýta sér hvern dag á meðan farið er í tíma. Nú þegar er gjald tekið í „skeifunni“ beint framan við aðalbygginguna. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri gjaldtöku vegna bílastæða hjá Háskóla Íslands. Sjá má viðtölin í Íslandi í dag hér að ofan. Umfjöllun hefst á sjöundu mínútu.Vísir/Einar „Úff. Ég get ekki borgað meira. Þegar það er vont veður leggur maður þarna fyrir ofan og borgar einhvern sjö hundruð kall. Ég gæti alveg borgað af og til en ef þetta stæði verður líka [stórt stæði á lóð við háskólann], er einhvern veginn ekkert eftir fyrir okkur þar sem maður þarf ekki að borga,“ segir Tinna Þórsdóttir laganemi. Á svipuðum nótum talar Sigurður Pétursson sagnfræðinemi, hann bendir á stæðið þar sem þegar er rukkað og segir: „Ég er mjög á móti þessu. Ég lít á þetta ókeypis stæði sem stæði fyrir plebba eins og mig. En fyrir þá ríku, þá mega þeir alveg leggja þarna uppi.“ Sigurður Pétursson sagnfræðinemi: „Ég tók strætó í morgun. Það var appelsínugul viðvörun og ekki sérstaklega gaman. Ég er frekar til í að vera á einkabílnum.“Vísir/Einar Verkfræðinemarnir Valdimar Sverrisson og Atli Kristjánsson eru hins vegar á því að þessi ráðstöfun myndi hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, í það minnsta þá. Aftur á móti benda þeir á að ef háskólinn hyggist taka gjald fyrir malarbílastæði í Vatnsmýrinni, ætti skólinn að sinna bílastæðinu og gera það nothæfara fyrir nemendur.
Bílar Bílastæði Samgöngur Háskólar Tengdar fréttir Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25