Klopp: „Ég er orðlaus“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 20:15 Jürgen Klopp var niðurlútur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Wolves í dag. Marc Atkins/Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hálf dofinn eftir 3-0 tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagðist vera orðlaus og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar. „Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
„Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58