Klopp: „Ég er orðlaus“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 20:15 Jürgen Klopp var niðurlútur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Wolves í dag. Marc Atkins/Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hálf dofinn eftir 3-0 tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagðist vera orðlaus og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar. „Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
„Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58