Klopp: „Ég er orðlaus“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 20:15 Jürgen Klopp var niðurlútur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Wolves í dag. Marc Atkins/Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hálf dofinn eftir 3-0 tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagðist vera orðlaus og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar. „Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
„Það að fá á okkur mörk snemma er eitthvað sem við erum ekki óvanir, en það er hvernig við fengum þessi mörk á okkur sem er óásættanlegt,“ sagði Klopp að leik loknum, en Úlfarnir voru komnir í 2-0 forystu eftir aðeins tólf mínútna leik. „Ef þú horfir á leikinn sérðu að á augnablikum spiluðum við frábæran fótbolta án þess að skora. Við spiluðum góðan leik á útivelli án þess að ná að skora. Ég tel þriðja markið ekki með af því að það var í fyrsta skipti sem þeir komust yfir miðju í seinni hálfleik. Hin tvö mörkin hins vegar, þegar við komum inn í leikinn eftir alla þá hluti sem við sögðum um þennan leik í vikunni, þá er þessy byrjun hræðileg.“ „Þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða í þessum aðstæðum þegar þú ert að gefa boltann auðveldlega frá þér. Við vorum passívir í fyrstu tveimur mörkunum. Við vildum vera þéttir og aggressívir, en vorum þéttir og passívir. Ég get ekki útskýrt af hverju það gerist.“ „Það vantar leiðtoga varnarlega, en það útskyrir ekki þessa frammistöðu. Ég held að á þessu augnabliki hefðum við getað gert betur og áttum að gera betur. Við verðum að gera betur á þessum augnablikum þannig við lendum ekki í því að þurfa að elta. Við kláruðum okkar hlutverk ekki nógu vel, við klikkuðum á seinustu sendingunni, og þó við höfum spilað mjög vel á köflum þá vorum við búnir að koma okkur í slæma stöðu með því að fá á okkur þessi tvö mörk.“ „Þetta er eitthvað sem við verðum að breyta. Það er klárt, hundrað prósent. Ég er orðlaus yfir þessu. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði niðurlútur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58 Mest lesið Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. 4. febrúar 2023 16:58
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn